Nawaz Sharif, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, segir að hann muni ekki starfa í ríkisstjórn á meðan Pervez Musharraf er forseti landsins. Sharif snéri aftur til Pakistan í gær en hann hefur verið í útlegð í nokkur ár.
Sagði Sharif við fréttamenn í morgun að flokkur hans muni ekki taka þátt í stjórnarsamstarfi undir stjórn Musharrafs. Segir hann að flokkur hans telji að allt samstarf við Musharraf muni ganga þvert á lög og sé auk þess á skjön við lýðræði.
Að sögn Sharif verða boðaðar kosningarnar í landinu þann 8. janúar einungis marktækar þegar Musharraf afléttir neyðarlögum.