Ný skilaboð frá Osama bin Laden væntanleg

Osama bin Laden.
Osama bin Laden. Reuters

Hryðju­verka­sam­tök­in al-Qaída til­kynntu í dag að til stæði að gefa út ný skila­boð frá Osama bin Laden, leiðtoga sam­tak­anna. Aug­lýs­ing var birt á vefsíðu her­skárra íslam­ista en þar kem­ur fram að skila­boðin séu einkum ætluð Evr­ópuþjóðum.

Ekki kem­ur fram hvenær skila­boðin verða birt eða hvort um er að ræða mynd­bands­upp­töku eða hljóðupp­töku.

Bin Laden lét síðast í sér heyra þann 11. sept­em­ber síðastliðinn, en þá minnt­ist hann þess að sex ár voru þá liðin frá hryðju­verka­árás­un­um í Banda­ríkj­un­um. Þá hvatti hann til þess að aðrir fylgdu í fót­spor „píslar­vott­anna" sem frömdu árás­irn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert