Björgunarmönnum var meinaður aðgangur að gullnámu í Ekvador í morgun. Náman er í einkaeigu en í gærkvöldi varð dínamítsprenging í námunni og fórust að minnsta kosti 7 manns og 40 slösuðust en 30 er enn saknað. Björgunaraðgerðum var hætt um miðnættið en þegar björgunarmenn mættu til að halda aðgerðum áfram snemma í morgun meinuðu öryggisverðir þeim aðgangi að svæðinu.
Hvorki Rauði krossinn né slökkviliðsmenn hafa fengið aðgang að námunni þar sem um 400 manns starfa en einhverjir starfsmenn munu vera að leita í brakinu.