Óeirðir í Toulouse

Óeirðalögregla í París í gærkvöldi
Óeirðalögregla í París í gærkvöldi AP

Ungmenni kveiktu í bókasafni í borginni Toulouse í suðurhluta Frakklands í kvöld og hafa brennt að minnsta kosti tylft bíla. Lögregla í París er einnig í varnarstöðu en búist er við óeirðum þar þriðja kvöldið í röð.

Tugir lögreglumanna hafa særst í óeirðunum sem hófust á sunnudagskvöldið eftir að tveir unglingar létust eftir að þeir lentu í árekstri við lögreglubifreið.

Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands hefur hvatt landsmenn til að halda stillingu sinni, en stjórnvöld hafa einnig sagt að glæpamenn standi að baki iog hvetji til óeirðanna, og ræni verslanir meðan lögregla glímir við reið ungmenni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert