Oprah slæst í för með Obama

Oprah Winfrey ætlar að taka þátt í kosningabaráttu Barack Obama
Oprah Winfrey ætlar að taka þátt í kosningabaráttu Barack Obama AP

Spjallþáttastjórnandinn Oprah Winfrey hefur bæst í hóp þeirra sem lýst hafa yfir stuðningi við Barack Obama, sem sækist eftir tilnefningu sem forsetaframbjóðandi bandarískra demókrata. Þetta ætti að koma sér vel fyrir Obama, en Oprah hefur notið gríðarlegra vinsælda í Bandaríkjunum um árabil og er af mörgum talin ein áhrifamesta kona Bandaríkjanna.

Raunar var vitað að Oprah styddi við bakið á Obama, hún hefur til dæmis skipulagt fjáröflunarkvöldverði til stuðnings honum, en nú hyggst hún hins vegar stíga skrefinu lengra og ætlar að ferðast með Obama í kosningabaráttu hans.

Um næstu helgi fer Oprah með Obama og konu hans Michelle til ríksins Iowa og í vikunni á eftir ti lNew Hampshire og Suður Karólínu.

Oprah Winfrey er ekki aðeins ein þekktasta manneskja Bandaríkjanna heldur er hún alvön því að koma vörum á framfæri, ýmis varningur í hennar nafni hefur selst í bílförmum í Bandaríkjunum auk þess sem hún hefur verið ófeimin við að vekja athygli á málefnum sem henni þykja merkileg. Því velta því margir fyrir sér hvort henni takist þessi markaðssetning, sem líklega er sú stærsta á ferli hennar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert