Vilja að Steve Fossett verði úrskurðaður látinn

Steve Fossett um borð í flugvélinni Virgin Atlantic GlobalFlyer
Steve Fossett um borð í flugvélinni Virgin Atlantic GlobalFlyer Reuters

Fjölskylda auðkýfingsins Steve Fossett vill nú að hann verði úrskurðaður látinn en þrír mánuðir eru frá því að eins hreyfils flugvél hans hvarf yfir Nevada eyðimörkinni í Bandaríkjunum. Í yfirlýsingu frá eiginkonu Fossett segir að fjölskyldan verði nú að sætta sig við að hann hafi ekki lifað af.

Hvorki hefur sést tangur né tetur af Fosset frá því að hann lagði af stað einn frá Yerington-flugvellinum þann 3. september sl. Leit stóð lengi yfir en bar engan árangur, enda svæðið hrjóstrugt og illt yfirferðar.

Beiðni fjölskyldunnar er ekki síst liður í því að ganga frá eignum Fossett en hann var vellauðugur og átti miklar eignir í fyrirtækjum og fasteignum þegar hann hvarf.

Fossett á um 100 heimsmet skráð, í mars árið 2005 varð hann fyrsti maðurinn til að fljúga einn umhverfis heiminn án nokkurra millilendinga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert