Árás í sænskum skóla

Ráðist var á skólastjóra grunnskóla í Kungsängen sem er skammt norðvestur af Stokkhólmi í dag. Hann var stunginn 7 til átta sinnum með hnífi. Það var 22 ára maður sem fór inn á kennarastofuna, kom aftan að skólastjóranum og stakk hann í vitna viðurvist. Kennsl voru borin á árásarmanninn sem býr í nágrenninu og hafði haft í hótunum við skólann.

Samkvæmt Dagens Nyheter var árásarmaðurinn óánægður með þá meðferð sem ættingi hans fékk í skólanum. Ættinginn sem er yngri nemandi mun hafa sætt einhverri refsingu sem árásarmaðurinn var ósáttur við.

Eftir ítarlega leit fannst árásarmaðurinn á lestarstöð í borginni.

Skólastjórinn var fluttur á Karólinska sjúkrahúsið en hann mun ekki vera alvarlega slasaður, hnífsstungurnar munu ekki hafa verið djúpar.<p>Að sögn vitna sem ræddu við Aftonbladet særðist skólastjórinn á baki og andliti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert