CNN biður Chavez afsökunar

Hugo Chavez var ekki ánægður með mistök CNN
Hugo Chavez var ekki ánægður með mistök CNN Reuters

Bandaríska fréttastofan CNN hefur beðist afsökunar á því að hafa fyrir mistök birt vitlausan texta undir frétt af Hugo Chavez, forseta Venesúela. Undir frétt sem flutt var í gær af samskiptum Chavez og Alvaro Uribe, forseta Kólumbíu, birtist textinn „Who Killed Him?", eða „hver drap hann?".

Textinn var fjarlægður um leið og mistökin uppgötvuðust, en textinn átti að fylgja næstu frétt, sem fjallaði um dauða bandarískrar íþróttastjörnu. <p>
Málið þykir ekki síður viðkvæmt þar sem Chavez hefur sakað bandarísk stjórnvöld um hafa reynt að myrða sig. Mistökin féllu ekki í kramið hjá forsetanum, sem hefur beðið saksóknara í Venesúela um að kanna möguleikann á lögsókn.

Sjónvarpsstöðin leiðrétti mistökin í beinni útsendingu strax eftir að textinn var birtur, og hefur formlega beðist afsökunar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert