Rússland varar erlend ríki við afskiptum

Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur varað erlend ríki við því að ógna stöðugleika Rússlands. Sagði forstinn að hann muni ekki líða nokkrum erlendum aðilum að ógna þeim stöðugleika sem honum hafi tekist að koma á í landinu. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.  

„Við höfum gert allt til að verja Rússland gegn innri óróa og halda því á braut framþróunar,” sagði Pútín á fundi með erlendum sendiherrum í landinu. „Ég neyðist því til að endurtaka það sem ég hef áður sagt. Við munum ekki leyfa að þessari þróun verði snúið við fyrir tilstuðlan utanaðkomandi afla.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert