Skilyrði Súdana óásættanleg

Jap Oladipo, yfirmaður friðargæsluliðs Afríkusambandsins í suðurhluta Darfur-héraðs tekur á …
Jap Oladipo, yfirmaður friðargæsluliðs Afríkusambandsins í suðurhluta Darfur-héraðs tekur á móti hópi kínverskra verkfræðinga, sem kom til starfa með friðargæsluliðinu á sunnudag. AP

Jean-Marie Guehenno, yfirmaður friðargæsluliðs Sameinuðu þjóðanna, segir að skilyrði yfirvalda í Súdan geti leitt til þess að ekki verði mögulegt að senda friðargæslulið til Darfur-héraðs. Guehenno sagði, er hann kom fyrir öryggisráð Sameinuðu þjóðanna í gær, að verði gengið að skilyrðum Súdanstjórnar muni það hefta mjög störf friðargæsluliðsins. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

 Guehenno segir að forsvarsmenn Sameinuðu þjóðanna verði að gera það upp við sig hvort þeir telji það þjóna nokkrum tilgangi að senda friðargæslulið á staðinn við slíkar aðstæður en yfirvöld í Khartoum hafa m.a. krafist þess að fá að vita af öllum ferðum friðargæsluliða og að þau fái heimild til að hindra fjarskipti friðargæsluliða. Þá krefjast þau þess að einungis Afríkubúar verði í friðargæsluliðinu og hafa hvorki úthlutað friðargælunni landsvæði né heimild til næturflugs.<p>Til stendur að 26.000 manna friðargæslulið Sameinuðu þjóðanna og Afríkusambandsins (Unamid) taki við friðargæslu í Darfur um áramót.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert