Bhutto segist ætla taka þátt í kosningum

Benazir Bhutto, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Pakistan.
Benazir Bhutto, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Pakistan. Reuters

Benazir Bhutto, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Pakistan, sagði í samtali við AFP-fréttastofuna í dag að flokkur hennar muni taka þátt í þingkosningunum í Pakistan sem fram fara 8. janúar nk. Hún bætti því hinsvegar að flokkurinn áskilji sér rétt til að hætta við framboðið svo ber undir.    

„Við erum á þeirri skoðun að við verðum að taka þátt eigi ferlið að færast fram á við, annað hvort til að þrýsta á að kosningarnar verði trúanlegar eða, séu brögð í tafli, til að sýna fram á að brögðum hafi verið beitt með valdi,“ sagði Bhutto.

Hún sagði jafnframt að Pakistanski þjóðarflokkurinn taki þátt til að mótmæla en að flokkurinn áskilji sér rétt til að sniðganga þær ef svo ber undir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert