Kennari fundinn sekur í bangsamáli

Dómstóll í Súdan hefur dæmt breskan kennara í fangelsi fyrir að hafa vanvirt trúarbrögð múslíma þegar hún leyfði börnum sem hún kennir að nefna bangsa Múhameð.

Gillian Gibbons, sem er 54 ára, var dæmd í 15 daga fangelsi, en réttað var í máli hennar í dag, að því er fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins.

Gibbons var sökuð um að hafa móðgað trúarbrögð múslíma, kynt undir hatur og sýnt trúarskoðunum annarra vanvirðingu.

Hún mun afplána fangavistina í Kartúm, höfuðborg Súdans, og að henni lokinni mun Gibbons verða vísað úr landi.

Gillian Gibbons mun sitja 15 daga á bak við lás …
Gillian Gibbons mun sitja 15 daga á bak við lás og slá fyrir að hafa vanvirt trúarbrögð múslíma. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert