Tveir danskir hermenn féllu í Afganistan

NATO-hermaður í Afganistan.
NATO-hermaður í Afganistan. Reuters

Tveir danskir hermenn féllu í skotbardaga við stríðsmenn talibana í suðurhluta Afganistans í dag. Hermennirnir voru í herflokki, sem ráðist var á í Gereshkdal í Helmandhéraði, að því er kemur fram í tilkynningu frá danska hernum.

Dönsku hermennirnir voru fluttir með þyrlu á hersjúkraskýli í Bastionherbúðunum en voru úrskurðaðir látnir þegar þangað var komið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka