Bush fagnar fyrirheitum Musharrafs

George W Bush Bandaríkjaforseti segist fagna þeirri yfirlýsingu Pervez Musharraf, forseta Pakistans, að aflétta neyðarlögum í landinu þann 16. desember. Segir Bush að það muni verða mikilvægt skref í átt til þess að koma Pakistan aftur á veg lýðræðisþróunar. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

 Bush hvatti Musharraf einnig til þess að gang skrefinu lengra og tryggja að frjálsar og sanngjarnar þingkosningar geti farið fram í landinu í janúar.  Musharraf, sem komst til valda er her landsins rændi þar völdum árið 1999 lét af æðstu yfirstjórn hersins á miðvikudag og sór embættiseið sem borgaralegur forseti landsins í gær.Við innsetningarathöfnina hvatti Musharraf alla stjórnmálaflokka landsins til að taka þátt í kosningunum. Þá hét hann því að þær yrðu haldnar á tilsettum tíma hvað svo sem upp kunni að koma.
Pervez Musharraf, forseta Pakistans, táraðist er hann flutti ræðu í …
Pervez Musharraf, forseta Pakistans, táraðist er hann flutti ræðu í tilefni þess að hann sór embættiseið sem borgaralegur forseti í gær. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert