Gíslum sleppt í New Hampshire

Tveimur einstaklingum sem voru teknir í gíslingu á kosningaskrifstofu Hillary Clinton í Rochester í New Hampshire hefur verið sleppt að sögn lögreglu.

Karlmaður, sem sagðist vera sprengju á sér, fór inn á skrifstofuna í dag, og tók fólk í gíslingu. Ekki liggur fyrir hvort maðurinn haldi fleirum í gíslingu í byggingunni. Á sjónvarpsmyndum má sjá lögreglumenn taka sér stöðu fyrir framan bygginguna.

Clinton er viðstödd fund demórkata í Virginíu og var því ekki á staðnum þegar maðurinn tók fólkið í gíslingu.

Búið er að girða svæðið af og hefur sprengjusveit verið send á staðinn að sögn lögreglu. BBC hefur eftir heimildarmönnum sínum að mannræninginn sé þekktur og vitað sé til þess að hann hafi átt við geðræn vandamál að stríða.

Að sögn heimildamannanna bað maðurinn syni sína um að fylgjast með fréttunum í kvöld áður en hann lét til skarar skríða.

Sérstakir samningamenn eru nú á staðnum segir lögregla.

Hillary Clinton var ekki stödd á kosningaskrifstofu sinni í Rochester …
Hillary Clinton var ekki stödd á kosningaskrifstofu sinni í Rochester þegar maðurinn lét til skarar skríða. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka