Hundruð manna söfnuðust saman í Khartoum, höfuðborg Súdans, í morgun til að mótvæla vægum dómi yfir breska kennaranum Gillian Gibbons sem í gær var dæmd í fimmtán daga fangelsisvistar fyrir að móðga spámanninn Múhameð.
Fólkið hrópaði ókvæðisorð gegn Vesturlöndum og margir kröfðust þess að Gibbons yrði skotin. Fyrr í morgun staðhæfði klerkurinn Abdul Jalil Karuri á bænasamkomu að Gibbons hefði móðgað íslam og múslíma af ásettu ráði er hún leyfði nemendum sínum að nefna tuskubangsa Múhammeð.
David Miliband, utanríkisráðherra Bretlands, hefur lýst því yfir að hann telji að um saklausan misskilning sé að ræða og fordæmt dóminn harðlega. Þá mun breska utanríkisþjónustan hafa verið í sambandi við yfirvöld í Súdan vegna málsins í nótt.