Stríði lýst yfir gegn Frökkum í Tsjad

Austurrískir hermenn á æfingu vegna fyrirhugaðrar þátttöku þeirra í friðargæslu …
Austurrískir hermenn á æfingu vegna fyrirhugaðrar þátttöku þeirra í friðargæslu í Tsjad.

Uppreisnarmenn í Afríkuríkinu Tsjad hafa lýst yfir stríði á hendur Frökkum sem muni fara fyrir friðargæsluliði Evrópusambandsins sem væntanlegt er til landsins. Segja uppreisnarmenn franskar herþotur þegar hafa flogið yfir bækistöðvar þeirra og safnað upplýsingum sem hafi verið afhentar yfirvöldum í landinu. 

Bardagar blossuðu nýlega upp að nýju á milli stjórnarhers landsins og liðsmanna uppreisnarmanna og saka yfirvöld í Tsjad yfirvöld í Súdan um að ýta undir  átök til að koma í veg fyrir komu friðargæsluliðs til landamæra ríkjanna.

 

Til stendur að friðargæslulið á vegum Evrópusambandsins fari til landamæra Tsjad og Súdans til að reyna að tryggja öryggi flóttamanna frá Darfur héraði í Súdan og segir Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti stríðsyfirlýsinguna ekki hafa áhrif á störf fransks herliðsins eða fyrirhugaðs friðargæsluliðs í landinu.  

 

Mahamat Hassane Boulmaye, talsmaður uppreisnar samtakanna UFDD segir Frökkum hins vegar ekki treystandi til að stjórna friðargæsluliði á svæðinu þar sem þeir dragi taum Idriss Deby, forseta Tsjad. „Þeir hafa sýnt okkur fjandsamlega framkomu og við munum bregðast við því,” segir hann.

 Tsjad er fyrrum nýlenda Frakka og hafa þeir herstöð með rúmlega þúsund frönskum hermönnum í landinu.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert