Sýrlendingum sett skilyrði

Mynd af Bashar Assad Sýrlandsforseta í rútu sem flytur íraska …
Mynd af Bashar Assad Sýrlandsforseta í rútu sem flytur íraska flóttamenn, sem vilja snú aftur heim, að landamærum Íraks. AP

Stephen Hadley, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna, segir erfitt að ímynda sér að Sýrlendingar muni koma að þeim friðarviðræðum sem fyrirhugaðar eru í Miðausturlöndum á næstunni. „Sýrland er ríki sem styður hryðjuverkasamtök á borð við Hamas og Hizbollah,” sagði Hadley er hann ávarpaði nemendur alþjóðadeildar Johns Hopkins háskólans í Washington. Þetta kemur fram á fréttavef Ha’aretz.<p> Hann sagði það vera ákvörðun Ísraela hvort þeir vilji hefja friðarviðræður við Sýrlendinga en að hann líti svo á að stefna Sýrlandsstjórnar sé ekki í samræmi við það sem fram hefði komið á nýafstaðinni ráðstefnu um málefni Miðausturlanda í Annapolis í Bandaríkjunum.<p>

„Það ríkir nýr andi í Miðausturlöndum sem veitir raunverulega möguleika á friði. Sýrlendingar þurfa að geraupp við sig hvort þeir vilji sitja úti í horni eða hætta stuðningi við hryðjuverkastarfsemi, láta Líbanon í friði, styðja yfirvöld í Írak og taka ákvörðun um að stuðla að friði,” sagði hann. „Velji Sýrlendingar þessa leið eiga þeir möguleika á að ná samningum um Gólanhæðirnar en ef ekki sé ég ekki hvernig þeir geti tekið þátt í þessu ferli.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert