Umsátursástandi lokið

Fjölmargir lögreglumenn tóku þátt í aðgerðunum í kvöld.
Fjölmargir lögreglumenn tóku þátt í aðgerðunum í kvöld. AP

Lögreglan hefur handtekið karlmann sem er grunaður um að hafa tekið fólk í gíslingu á kosnningaskrifstofu Hillary Clinton í Rochester í New Hampshire. Lauk þar með umsátursástandi sem hafði staðið yfir í nokkrar klukkustundir.

Maðurinn, sem hélt því fram að hann væri með sprengju á sér, fór inn í bygginguna fyrr í dag, tók fólk í gíslingu og krafðist þess að á fá að ræða við Clinton.

Þegar maðurinn hafði sleppt síðustu gíslunum gekk maðurinn sjálfviljugur út með hendur á lofti og lagðist í kjölfarið niður á jörðina að sögn lögreglu, að því er fram kemur á fréttavef BBC.

Hillary Clinton var viðstödd veislu í Virginíu á meðan atburðurinn átti sér stað. Skv. frásögnum fjölmiðla hætti hún við að halda ræðu þegar fréttir bárust af gíslatökunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert