Íbúar í Venesúela ganga nú að kjörborðinu í þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort gera eigi breytingar á stjórnarskrá landsins líkt og forseti landsins, Hugo Chavez, hefur lagt til. Hann vill að afnema það hversu lengi hann geti gengt embætti forseta og koma upp sósíalísku hagkerfi.
Mikil spenna ríkir í landinu og er búist við tvísýnum kosningum. Af þessum sökum eru taldar vera auknar líkur á því það muni slást í brýnu milli stuðningsmanna og andstæðinga forsetans.
Chavez, sem er 53 ára gamall fyrrum fallhlífahermaður, notar olíuauð landsins til að hefja sókn gegn áhrifum Bandaríkjanna í Rómönsku-Ameríku. Hann hefur varað við því að bandaríska leyniþjónustan CIA reyni að hafa áhrif á kosningarnar í landinu og tilraunum hans til að koma á umbótum í landinu.
Hann hét því að Venesúela muni hætta að flytja olíu til Bandaríkjanna ef átök brjótast út í landinu.
„Það verður ekki olía til fyrir neinn, og verðið á olíutunnu muni fara upp í 200 dali,“ sagði hann í gær.
Chavez sagði á sínum síðasta kosningafundi á föstudag að: „Kjósi menn já, þá er það atkvæði handa Chavez. Kjósi menn nei, er það atkvæði handa George W. Bush.“
Samkvæmt síðustu skoðanakönnunum er afar mjótt á mununum. Chavez sækir stuðning sinn til fátækustu íbúa landsins, sem eru um 80% af 27 milljónum íbúum landsins.
Chavez vill að engin takmörk séu fyrir því hversu oft forsetinn geti boðið sig fram. Þá vill hann að ríkisstjórnin fái völd til þess að þagga niður í fjölmiðlum þegar neyðarástand ríkir í landinu og að eignarsvipting verði heimiluð.
Þá vill hann stytta vinnuvikuna úr 40 stundum í 36 stundir, efla dýr félagsleg kerfi, efla læsi meðal íbúa landsins og bæta heilsugæslu meðal fátækustu íbúanna.
Chavez komst fyrst til valda árið 1999. Hann segir að hann vilji vera við völd til ársins 2050 þegar hann verður orðinn níræður.