Eldur í skemmtiferðaskipi varð fimm að bana

Fimm Egypt­ar lét­ust og tveir slösuðust þegar eld­ur kviknaði í farþega­skipi í dag sem lá við akk­eri við forn-egypsku rúst­irn­ar í Luxor, en þær eru við ána Níl. Flytja varð 43 franska ferðamenn á brott vegna elds­voðans.

Eld­ur­inn kviknaði í vél­ar­her­bergi skips­ins M/​S Aur­ora. Hann dreifðist hratt um það og olli mikl­um skemmd­um.

Rann­sókn er haf­in á elds­upp­tök­un­um.

Farþeg­un­um var komið fyr­ir í öðru skipi og héldu þeir ferð sinni áfram.

M/​S Aur­ora er fimm stjörnu skemmti­ferðaskip. Í því eru 42 svít­ur og er það eitt af mörg­um skemmti­ferðaskip­um sem fara í viku­lang­ar ferðir með ferðamenn upp og niður Níl.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert