Ríflega helmingur Rússa hafði greitt atkvæði í þingkosningunum þar í landi kl. 17 að staðartíma (kl. 14 að íslenskum), eða 54,8% að sögn yfirkjörstjórnar.
Stjórnvöld í Kreml þrýsta á að Rússar taki þátt í atkvæðagreiðslunni til að tryggja það að Valdimír Pútín Rússlandsforseti njóti stuðnings þingsins, en búist er við því að flokkur Pútíns (Sameinað Rússland) hljóti yfirburðarkosningu.
Kosningaþátttakan fyrir fjórum árum var 56%.