Kjörstaðir opnaðir í Moskvu

Sjóliðar á kjörstað í St. Pétursborg í morgun.
Sjóliðar á kjörstað í St. Pétursborg í morgun. Reuters

Kjörstaðir hafa verið opnaðir í Moskvu, en kosn­ing­ar til neðri deild­ar rúss­neska þings­ins, Dúmunner, fara nú fram. Kosn­ing hófst í Síberíu í gær­kvöldi en Rúss­land nær yfir 11 tíma­belti og síðustu kjör­stöðum í vest­ur­hlut­an­um verðu ekki lokað en 22 tím­um eft­ir að þeir fyrstu voru opnaður.

Ell­efu flokk­ar eru í fram­boði en aðeins þeir sem ná 7% at­kvæða koma mönn­um inn á þing. Bú­ist er að flokk­ur Valdimirs Pút­ins, nú­ver­andi for­seta, Sam­einað Rúss­land, fái mik­inn meiri­hluta þing­sæt­anna en eft­ir að kosn­ing­arn­ar urðu að nokk­urs kon­ar þjóðar­at­kvæðagreiðslu um hvort Pútín ætti að halda völd­un­um virðist flokk­ur­inn staðráðinn í að tryggja sér stór­sig­ur og mikla kjör­sókn.

Sam­kvæmt stjórn­ar­skránni þarf Pútín að láta af embætti í maí, þegar öðru kjör­tíma­bili hans lýk­ur, en fái flokk­ur hans stuðning mik­ils meiri­hluta Rússa get­ur for­set­inn haldið því fram að kjós­end­urn­ir hafi veitt hon­um umboð til að halda völd­un­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert