ÖSE: Kosningar í Rússlandi stóðust ekki kröfur

ÖSE segir rússnesku þingkosningarnar ekki hafa staðist þær kröfur sem …
ÖSE segir rússnesku þingkosningarnar ekki hafa staðist þær kröfur sem gerðar séu til lýðræðislegra kosninga AP

Gör­an Lenn­mar­ker, for­seti þing­manna­sam­taka Örygg­is- og sam­vinnu­stofn­un­ar Evr­ópu, (ÖSE) sagði í dag að þing­kosn­ing­arn­ar í Rússlandi í gær hafi ekki staðist þær kröf­ur sem gerðar séu til lýðræðis­legra kosn­inga.

Nefnd á veg­um þing­manna­sam­taka ÖSE  fór til Rúss­lands til að fylgj­ast með þing­kosn­ing­un­um en stofn­un­in sjálf ákvað að senda ekki eft­ir­lits­menn vegna ágrein­ings við rúss­nesk stjórn­völd um fram­kvæmd eft­ir­lits­ins. Síðar var ákveðið að senda lít­inn hóp evr­ópskra þing­manna til að hafa eft­ir­lit með kosn­ing­un­um í stað þess að senda full­skipaðan hóp eft­ir­lits­manna.

Luc Van den Brande, sem fór fyr­ir þing­manna­hópn­um, gagn­rýndi m.a. að vald væri illa aðgreint í land­inu, þá eru gagn­rýnd mik­il áhrif for­seta­embætt­is­ins og for­set­ans, Vla­dimírs Pútíns, á kosn­inga­bar­átt­una og jafn­framt skort­ur á leynd við fram­kvæmd kosn­ing­anna.

Van de Brande sagði á blaðamanna­fundi þar sem afstaða þing­manna­sam­taka ÖSE var kynnt að svo virt­ist sem kosn­ing­arn­ar hafi frek­ar verið eins kon­ar þjóðar­at­kvæðagreiðsla um stefnu­mál Vla­dimírs Pútíns en þing­kosn­ing­ar.

Þegar um 98% at­kvæða höfðu verið tal­in hafði Sam­einað Rúss­land, flokk­ur Pútíns fengið 64,1% atvæða.

Rúss­neska yfir­kjör­nefnd­in hef­ur al­farið hafnað allri gagn­rýni á kosn­ing­arn­ar og seg­ir hana ekki eiga við rök að styðjast.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert