Pútín segir kosningar styrkja þingið

Stuðningsmenn Pútíns fagna úrslitum þingkosninganna við Rauða torgið í Moskvu.
Stuðningsmenn Pútíns fagna úrslitum þingkosninganna við Rauða torgið í Moskvu. Reuters

Vladímír Pútín, forseti Rússlands, sagði í dag að þingkosningarnar í landinu í gær þar sem Sameinað Rússland, flokkur Pútíns, vann yfirburðasigur, hafi án efa styrkt rússneska þingið.

Þegar búið var að telja rúmlega 98% atkvæða hafði flokkurinn fengið 64,1% og hann mun því ráða yfir meira en 2/3 sæta í Dúmunni, neðri deild þingsins. Getur flokkurinn því breytt stjórnarskrá landsins kjósi hann svo.

„Það er ljóst, að Rússar munu aldrei láta land sitt fara þá glötunarleið sem ákveðin lönd í fyrrum Sovétríkjunum hafa farið," sagði Pútín og vísaði þar til friðsamra uppreisna í Úkraínu, Georgíu og Kírgistan.

Vesturlönd hafa hins vegar gagnrýnt kosningarnar, þar á meðal bæði Þýskaland og Bretland. Þýsk stjórnvöld sögðu engan vafa leika á að kosningarnar hefðu hvorki verið frjálsar né hlutlausar og Bretar lýstu áhyggjum af ummælum vestrænna og rússneskra sem hafa fullyrt að víða hafi brögð verið í tafli. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert