Demókratar gagnrýna Bush

Hillary Clinton og Barack Obama sjást hér hlust John Edwards …
Hillary Clinton og Barack Obama sjást hér hlust John Edwards á fundi demókrata nýverið. Reuters

Forsetaframbjóðendur demókrata gagnrýndu sameiginlega þá fullyrðingu George W. Bush Bandaríkjaforseta að „ekkert hafi breyst“ varðandi Íran, þrátt fyrir að ný skýrsla leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna hafi sýnt fram á að Íranar hafi hætt við að þróa kjarnorkusprengju fyrir fjórum árum.

Sjö frambjóðendur hófu umræður í Iowa í dag með því að sammælast um að  Bandaríkin eigi að hætta að einblína á það að þau þurfi að kljást við Íran. Þess í stað eigi þau fremur að einbeita sér að diplómatískum samskiptum.

„Þessi forseti mun ekki láta staðreyndirnar standa í vegi fyrir sína hugmyndafræði,“ sagði öldungadeildaþingmaðurinn Barack Obama. „Þeir ættu að hætta þessu vopnaskaki og áttu í raun aldrei að byrja á því.“

Hillary Clinton sagði að Bush ætti að nýta þetta tækifæri sem nú hafi gefist. Hún bætti því hinsvegar við að það væri ljóst að sá þrýstingur sem verið hefur á Íran að undanförnu hafi haft áhrif. Joe Biden var því hinsvegar ekki sammála.

„Þeir hættu árið 2003,“ sagði hann og bætti við að Bush væri ekki treystandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert