Neyð ríkir í Sómalíu

Ungur drengur sést hér halda á íláti með fersku vatni …
Ungur drengur sést hér halda á íláti með fersku vatni í Hawa Abdi flóttamannabúðunum sem eru skammt frá höfuðborg landsins, Mogadishu. Reuters

Yf­ir­völd í Sómal­íu hafa komið í veg fyr­ir að hægt verði að dreifa mat­væl­um í héraðinu Neðra Shabelle þar sem neyðarástand rík­ir. Þetta segja emb­ætt­is­menn á veg­um Sam­einuðu þjóðanna.

Ekki er hægt að af­ferma tvö skip sem eru full af hjálp­ar­gögn­um. Franski sjó­her­inn fylgdi þeim til Sómal­íu til að koma í veg fyr­ir að árás­ir sjó­ræn­ingja.

Emb­ætt­is­menn­irn­ir hafa mikl­ar áhyggj­ur af því að ekki verði leyft að koma mat­væl­un­um á rétt­an stað. Búið er að loka höfn­um og flug­völl­um og þá er búið að banna alla land­flutn­inga með vör­ur. Þetta kem­ur fram áfrétta­vef BBC.

Um millj­ón Sómal­ar eru nú heim­il­is­laus­ir vegna átak­anna í land­inu að sögn SÞ.

Yf­ir­maður þjóðarör­ygg­is­stofn­un­ar lands­ins seg­ir að Abdulla­hi Yusuf, for­seti Sómal­íu, hafi fyr­ir­skipað að tak­mark­an­ir yrðu lagðar á á svæðinu þegar í stað.

Þá hef­ur Yusuf verið flutt­ur á sjúkra­hús í Nairobi. Að sögn emb­ætt­is­manna líður for­set­an­um vel. Aðrir halda því fram að ástand for­set­ans sé al­var­legt.

Bú­ist er við því að hann missi af mik­il­væg­um fundi sem fram fer í Eþíóp­íu á miðviku­dag, en þar munu leiðtog­ar nær­liggj­andi ríkja koma sam­an ásamt Condo­leezza Rice, ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert