Nýsjálendingar banna kolaorkuver

Stjórnvöld á Nýja-Sjálandi hafa lagt fram lagafrumvarp um að bannað verði á næsta áratug að reisa orkuver, sem knúin eru með lífrænum orkugjöfum svo sem kolum og olíu.

Frumvarpið gerir einnig ráð fyrir því, að komið verði á markaði með losunarheimildir vegna gróðurhúsalofttegunda. 

Um 65% af raforku, sem notuð er á Nýja-Sjálandi, eru nú framleidd í orkuverum sem nota endurnýjanlega orku, aðallega vatnsorkuverum, en einnig eru vindorkuver og jarðvarmaver.

Umhverfissamtökin Grænfriðungar fögnuðu frumvarpinu í morgun og sögðu að Nýsjálendingar hefðu tekið forustu í notkun endurnýjanlegrar orku.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert