Tékknesk stúlkubörn aftur til foreldra sinna

Nicola t.v. og Veronika ásamt konunum sem reyndust ekki vera …
Nicola t.v. og Veronika ásamt konunum sem reyndust ekki vera mæður þeirra. Reuters

Tvö tékknesk stúlkubörn, sem fyrir óhapp var víxlað eftir fæðingu, eru nú komin til sinna réttu foreldra og munu stúlkurnar því halda upp á ársafmælið í faðmi réttu fjölskyldanna.

Foreldrarnir ákváðu að skiptast á börnum eftir að DNA-rannsóknir sýndu að þeir höfðu tekið röng börn heim með sér af fæðingardeildinni.

Sjúkrahúsið, þar sem þetta gerðist, hefur rekið tvo hjúkrunarfræðinga úr starfi og veitt fimm öðrum starfsmönnum áminningu.

Stúlkurnar tvær, sem heita Nikola og Veronika, fæddust í Trebic, 165 km suðaustur af Prag þann 9. desember í fyrra.  Mistökin komu ekki í ljós fyrr en níu mánuðum síðar þegar öðrum föðurnum þótti ljóst, að stúlkan, sem hann taldi dóttur sína, líktist foreldrunum ekkert. DNA-rannsóknir leiddu síðan í ljós, að stúlkan var ekkert skyld þeim. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert