Faldi látin börn sín

Lögreglumaður sést hér ganga inn í íbúð í Plauen þar …
Lögreglumaður sést hér ganga inn í íbúð í Plauen þar sem eitt af líkunum fannst. AP

Þýska lög­regl­an hef­ur hand­tekið 28 ára gamla móður eft­ir að þrjú barns­lík fund­ust á heim­ili henn­ar og á heim­ili ætt­ingja kon­unn­ar. Kon­an hef­ur verið ákærð fyr­ir mann­dráp.

Lög­regl­an seg­ir að fyrsta líkið hafi fund­ist 27. nóv­em­ber sl. eft­ir að yf­ir­völd höfðu spurt kon­una hvers vegna ekki væri búið að fara með barnið í skoðun áður en það hæfi skóla­göngu. Lík barns­ins, sem var fimm ára, fannst vafið í plast og falið í skjala­tösku í geymslu heima hjá ætt­ingja kon­unn­ar.

Hin lík­in fund­ust í gær á heim­ili kon­unn­ar í borg­inni Plau­en, sem er skammt frá landa­mær­um Tékk­lands.

Lög­regl­an seg­ir að börn­in tvö hafi fæðst á heim­ili kon­unn­ar. Hún seg­ir hins­veg­ar ekki hvenær börn­in komu í heim­inn. Lík­in höfðu verið vaf­in í plast. Öðru þeirra hafði verið komið fyr­ir í frysti en hitt var geymt úti á svöl­um.

Kon­an hef­ur verið hand­tek­in en hún neit­ar að hafa orðið börn­um sín­um að bana. Hún á tvö önn­ur börn á lífi. Þau eru nú í um­sjá fé­lags­mála­yf­ir­valda.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert