Mikil flóð í Bandaríkjunum

Mikil flóð eru nú í norðvesturhluta Bandaríkjanna. Vatn hefur flætt yfir marga vegi sem minna nú helst á árfarvegi. Fiskar hafa t.a.m. sést synda á móti straumi á miðri hraðbraut.

Vegum hefur verið lokað í Oregon og Washington og má búast við að þeir verði lokaðir næstu daga. 

Að minnsta kosti sjö manns hafa látist í miklu óveðri sem hefur plagað íbúa ríkjanna og þá hafa mörg hundruð manns neyðst til að flýja heimili sín.

Yfir 70.000 manns voru án rafmagns í Oregon og Washington þegar óveðrið var sem verst.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert