Lögreglan í Nebraska greindi frá því í kvöld að níu hafi látist og fimm særst, þar af tveir lífshættulega, þegar vopnaður maður hóf skothríð í verslunarmiðstöð í Omaha í dag. Árásarmaðurinn er á meðal þeirra látnu segir lögregla.
Fjölmenni var í verslunarmiðstöðinni þegar maðurinn, sem var vopnaður riffli, hóf að skjóta. Óttaslegnir starfsmenn og viðskiptavinir verslunarmiðstöðvarinnar reyndu að komast í skjól þegar skothvellir heyrðust.
Að sögn lögreglu var maðurinn einn að verki.
Skotárásin átti sér stað skömmu eftir að George W. Bush Bandarríkjaforseti sneri heim efitir að hafa flutt ræðu á fjáröflunarfundi repúblikana í Omaha.