Rússar útvíkka heræfingar sínar

Rússar hófu nýverið aftur eftirlitsflug. Nú ætla þeir að efla …
Rússar hófu nýverið aftur eftirlitsflug. Nú ætla þeir að efla eftirlit á hafi úti. Reuters

Rússneski sjóherinn mun stunda heræfingar á Miðjarðar- og Atlantshafi. Rússnesk stjórnvöld segja að þetta sé gert til að auka nærveru sjóhersins og vernda skipaflutninga.

Anatolí Serdjúkov, varnarmálaráðherra Rússlands, segir að herskip, þyrlur og flugvélar muni taka þátt í æfingunum. Stefnt er að því að þeim ljúki í febrúar segir á fréttavef BBC.

Fréttaskýrandi breska ríkisútvarpsins segir að þetta enn eitt dæmið um að Rússar séu að minna á hernaðarmátt sinn. Rússneskar sprengjuflugvélar hófu nú t.a.m. nýverið aftur eftirlitslangflug.

Heræfingunum var hætt í kjölfar fall Sovétríkjanna en þær hófust á nýjan leik í ágúst sl. Þetta er hluti af utanríkisstefnu Valdimírs Pútíns Rússlandsforseta.

Serdjúkov segir að tilgangurinn með heræfingunum sé að tryggja viðveru rússneska sjóhersins á hernaðarlega mikilvægum svæðum á hafi úti.

Hann segir að Svartahafsfloti Rússa muni hafa eftirlit á Miðjarðarhafi á meðan Norðurflotinn mun hafa eftirlit í Atlantshafi.

Hermálasérfræðingar segja að aukinn sýnileiki rússneska hersins sé fyrst og fremst táknrænn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert