„Týndi ræðarinn“ handtekinn

John Darwin.
John Darwin. Reuters

Bret­inn sem kom fram í síðustu viku eft­ir að hafa verið saknað í fimm ár og tal­inn hafa drukknað í kaj­akróðri var hand­tek­inn á heim­ili sona sinna í gær­kvöldi vegna gruns um svik. Breskt blað birti í gær mynd sem það sagði hafa verið tekna af mann­in­um og konu hans í Panama í fyrra.

Maður­inn heit­ir John Darw­in, er 57 ára og var tal­inn af eft­ir að brak úr kaj­akn­um hans fannst í fjöru í mars 2002. En um síðustu helgi skaut hann upp koll­in­um á lög­reglu­stöð í London, og sagðist hafa misst minnið.

Kona hans seldi fyr­ir skömmu húsið þeirra í Bretlandi og flutti til Panama. Hún tjáði Daily Mail að hún hefði fengið líf­trygg­ingu manns­ins síns greidda út eft­ir að dán­ar­dóms­stjóri lýsti hann lát­inn 2003.

Ekki hef­ur verið staðfest að mynd­in sem Daily Mirr­or birti sé raun­veru­lega af Darw­in-hjón­un­um, en lög­regl­an í Bretlandi seg­ir að hvarf Johns Darw­ins hafi „vakið fjöl­marg­ar spurn­ing­ar“ og væri þess farið á leit að al­menn­ing­ur veitti lög­regl­unni all­ar upp­lýs­ing­ar sem hann kynni að búa yfir.

„Það eru ör­ugg­lega marg­ir sem vita ná­kvæm­lega hvar hann hef­ur haldið sig, hvað hann hef­ur haft fyr­ir stafni og hvar hann hef­ur búið,“ sagði talsmaður lög­regl­unn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert