Vilja að fleiri hermenn verði sendir til Sómalíu

Condoleezza Rice fundar nú með Afríkuleiðtogum í Eþíópíu.
Condoleezza Rice fundar nú með Afríkuleiðtogum í Eþíópíu. Reuters

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur kallað eftir því að fleiri friðargæsluliðar verði sendir þegar í stað til Sómalíu. Þeir myndu taka við friðargæslu af eþíópískum hermönnum.

Rice sagði að Bandaríkjastjórn kunni að meta að Úganda hafi sent hersveitir til landsins. Ljóst sé að þær þurfi stuðning annarra hersveita og það fljótt.

Bandaríkin hafa boðist til að aðstoða þau Afríkuríki sem senda hermenn til Sómalíu, segir á vef BBC.

Rice er stödd í Addis Ababa, höfuðborg Eþíópíu, þar sem hún ræðir sum af verstu stríðsátökunum í Afríku.

Auk þess að ræða málefni Sómalíu þá er fjallað um Lýðveldið Kongó og Súdan á fundi með Afríkuleiðtogum á svæðinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert