Kim Jong-il fékk bréf frá Bush

Kim Jong-il
Kim Jong-il Reuters

George W. Bush, forseti Bandaríkjanna hefur sent Kim Jong-il, þjóðarleiðtoga N-Kóreu bréf. Cristopher Hill, erindreki Bandaríkjamanna afhenti bréfið, en hann hefur lokið þriggja daga heimsókn í landinu.

Tilgangur heimsóknar Hill var að kanna niðurrif kjarnakljúfsins í Yongbyon. N-Kóreumenn hafa samþykkt að jætta kjarnavopnaáætlun sinni í skiptum fyrir aðstoð og ýmsar tilslakanir á refsiaðgerðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Jakob Falur Kristinsson: Bush
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert