Teiknimyndablöð fjalla um kynferðisbrot

00:00
00:00

Róm­ansk-kaþólska kirkj­an í New York hef­ur gefið út teikni­mynda­blað og lita­bók til þess að fræða börn um kyn­ferðis­brot.  Teikni­mynda­blaðið er ætlað fyr­ir 10 ára og eldri og hef­ur því verið dreift í skóla og á fræðslu­nám­skeið í New York til þess að vara börn við kyn­ferðisaf­brota­mönn­um. 

Mynda­sögu­blaðið Archang­el eða Erkieng­ill­inn, seg­ir sögu af tán­ingi sem treyst­ir á að Mika­el erkieng­ill hjálpi við að ljóstra upp nafni kyn­ferðisaf­brota­manns, sem mis­not­ar tvær skóla­stúlk­ur kyn­ferðis­lega. Lita­bók fylg­ir mynda­sög­unni og er ætluð fyr­ir 10 ára og yngri.

Að sögn frétta­vefjar­ins Sun Her­ald seg­ir talsmaður rómönsk-kaþólsku kirkj­unn­ar að mynda­sag­an sé gef­in út til þess að gefa börn­um upp­lýs­ing­ar um hvernig þau eigi að bregðast við slík­um aðstæðum. 

Gagn­rýn­end­ur sög­unn­ar segja hins veg­ar að mynda­sag­an gefi ekki nógu skýra mynd af hættu­leg­um aðstæðum fyr­ir börn og að þau séu ekki vöruð við að af­brota­menn­irn­ir geti verið fólk af öll­um toga.    

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert