Rómansk-kaþólska kirkjan í New York hefur gefið út teiknimyndablað og litabók til þess að fræða börn um kynferðisbrot. Teiknimyndablaðið er ætlað fyrir 10 ára og eldri og hefur því verið dreift í skóla og á fræðslunámskeið í New York til þess að vara börn við kynferðisafbrotamönnum.
Myndasögublaðið Archangel eða Erkiengillinn, segir sögu af táningi sem treystir á að Mikael erkiengill hjálpi við að ljóstra upp nafni kynferðisafbrotamanns, sem misnotar tvær skólastúlkur kynferðislega. Litabók fylgir myndasögunni og er ætluð fyrir 10 ára og yngri.
Að sögn fréttavefjarins Sun Herald segir talsmaður rómönsk-kaþólsku kirkjunnar að myndasagan sé gefin út til þess að gefa börnum upplýsingar um hvernig þau eigi að bregðast við slíkum aðstæðum.
Gagnrýnendur sögunnar segja hins vegar að myndasagan gefi ekki nógu skýra mynd af hættulegum aðstæðum fyrir börn og að þau séu ekki vöruð við að afbrotamennirnir geti verið fólk af öllum toga.