Hugo Chavez, forseti Venesúela sagðist í dag ætla að láta af embætti forseta árið 2013 þegar síðara kjörtímabili hans lýkur. Íbúar Venesúela höfnuðu um síðustu helgi stjórnarskrárbreytingum sem hefðu gert Chavez kleift að sitja lengur í forsetastóli.
Chavez sagði þá kjósendur hafa verið kúgaða til að hafna tillögunum með ofbeldishótunum og hefur hann sagst ætla að halda kosningarnar að nýju.
Í fystu opinberu yfirlýsingu sinn síðan þá staðfesti Chavez að hann færi frá völdum árið 2013 líkt og lög segja til um. Chavez hyggst hins vegar halda áfram að reyna að fá framfylgt breytingum þeim sem hann vill gera á landinu.
,,Ég mun vinna myrktanna á milli, allt þar til síðasta daginn minn hér, ég mun vinna sleitulaust."