Al Gore, fyrrum varaforseti Bandaríkjanna, kom til Óslóar í morgun til að taka við friðarverðlaunum Nóbels, sem afhent verða á mánudag. Að sögn AFP fréttastofunnar sýndi Gore umhverfisvitund sína í verki með því að taka flugvallarlestina frá Gardemoenflugvelli til höfuðborgar Noregs.
Að sögn norskra sjónvarpstöðva kom Gore ásamt fjölskyldu sinni til Ósló í morgun og ætlar að verja helginni í borginni.
Gore fékk friðarverðlaunin ásamt loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna fyrir að vekja athygli á þeirri vá sem er fyrir dyrum vegna hlýnunar andrúmsloftsins.