Í kvenmannsföt til að skilja þarfir kvenna

Þegar talað er um bíla fyr­ir kon­ur hugsa fæst­ir um stóra am­er­íska jeppa. Sann­leik­ur­inn er samt sá að í þeim enda fram­leiðslu­línu GM hef­ur verið lögð sér­stök áhersla á að gera bíl­ana aðgengi­lega fyr­ir kon­ur. Ef þér finnst það hljóma und­ar­lega, bíddu þangað til þú lest hvernig að því var staðið.

Fyr­ir nokkr­um árum datt Mary Stripe, einni úr fá­menn­um hópi kvenna sem höfðu unnið sig upp inn­an GM, í hug að stærstu bíl­arn­ir væru of karllæg­ir og því frá­hrind­andi fyr­ir kon­ur. Hún bauð því karl­kyns hönnuðum og verk­fræðing­um í bíltúr sem tók aðra stefnu en þeir áttu von á.

Fyrsta stopp var skó­búð þar sem keypt voru nokk­ur pör af há­hæluðum skóm núm­er 47. Því næst voru menn­irn­ir klædd­ir í rusla­poka til að líkja eft­ir pils­um og fengu gúmmí­hanska með álímd­um gervinögl­um. Dag­ur­inn gekk svo út á að fara í gegn­um venju­leg­an dag hús­móður og nota bíla fyr­ir­tæk­is­ins án þess að brjóta nögl, rífa pils og þar fram eft­ir göt­un­um. Þetta mun hafa opnað augu karl­anna fyr­ir því hvað bíl­arn­ir tóku lítið til­lit til kvenna. Til dæm­is fundu þeir hvergi stað til að leggja veskið frá sér. Þeir hönnuðu því stærri miðju­hólf. Þeim fannst erfitt að stíga upp í bíl­inn í pilsi og settu því stig­bretti á bíl­ana.

Negl­urn­ar urðu svo kveikj­an að stærri hnöpp­um á út­vörp­um, létt­ari aft­ur­hler­um og fleiri smá­atriðum. Í það heila var dag­ur­inn mjög ár­ang­urs­rík­ur og eft­ir klæðskipt­in er tekið meira til­lit til kvenna við hönn­un stórra bíla inn­an GM. Þótt hug­mynd­in sé góð, og ekki síður fynd­in, vakn­ar sú spurn­ing hvort ekki hefði bara verið ein­fald­ara að spyrja nokkr­ar kon­ur? Nú eða jafn­vel ráða kon­ur í hönn­un­ar- og verk­fræðistörf hjá fyr­ir­tæk­inu?

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert