Rússar segja upp afvopnunarsamningi

Sergei Lavrov á blaðamannafundi eftir fund sinn með utanríkisráðherrum.
Sergei Lavrov á blaðamannafundi eftir fund sinn með utanríkisráðherrum. Reuters

Utanríkisráðherrar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins funduðu með Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússa í Brussel um ákvörðun stjórnarinnar í Rússlandi um að segja upp afvopnunarsamningi um hefðbundinn herafla í Evrópu. Þá var rætt um deilur Rússa og Nató ríkjanna um framtíð Kósóvóhéraðs í Serbíu.

Engin niðurstaða varð af fundinum og kemur fram á fréttavef BBC að ráðherrarnir hafi lýst því yfir að vaxandi erfiðleikar séu í samskiptum Nató-ríkjanna og Rússlands.

Sergei Ivanof varaforsætisráðherra Rússlands sagði í dag í ávarpi í rússneska heriðnaðarráðinu að ákveðið sé að taka í notkun sex til sjö Topol – M langdræg flugskeyti á hverju ári héðanaf. Flugskeytin geta borið allt að sex kjarnorkusprengjur og er skotið af færanlegum skotpöllum.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert