Utanríkisráðherrar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins funduðu með Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússa í Brussel um ákvörðun stjórnarinnar í Rússlandi um að segja upp afvopnunarsamningi um hefðbundinn herafla í Evrópu. Þá var rætt um deilur Rússa og Nató ríkjanna um framtíð Kósóvóhéraðs í Serbíu.
Engin niðurstaða varð af fundinum og kemur fram á fréttavef BBC að ráðherrarnir hafi lýst því yfir að vaxandi erfiðleikar séu í samskiptum Nató-ríkjanna og Rússlands.