Bandaríkin munu ekki tilkynna nein bindandi takmörk í losun gróðurhúsalofttegunda á loftslagsráðstefnunni á Bali þrátt fyrir aukinn þrýsting frá vestrænum iðnríkjum um að þau taki forystuna í baráttunni gegn gróðurhúsaáhrifunum.
Yfirmaður loftslagsmála hjá Bandaríkjastjórn, Harlan Watson tilkynnti í dag að Bali væri ekki staðurinn til að ræða um bindandi markmið á skerðingu losunar. „Við erum ekki tilbúnir til þess að gera það hér,” sagði Watson.
Í síðustu viku útskýrði Watson hvaða leiðir Bandaríkin hyggjast fara til að draga úr losun koltvísýrings með tækniframförum, opinberum styrkjum og efnahagslegum umbótum.
Vísindamenn telja að minnka þurfi losun um helming fyrir árið 2050 til að koma í veg fyrir að hlýnun jarðar fari yfir hættumörk sem gætu leitt til aukinna þurrka, flóða og óveðurs sem myndu koma við lífsskilyrði tugi milljóna manna.
Fréttaskýrendur segja að vestræn ríki hafi vonast til að Bandaríkin yrðu meðal þeirra þjóða sem myndu undirrita nýtt ákvæði sem kæmi í stað Kyoto-ákvæðisins í loftslagssamningnum. Reiknað er með að nú á ráðstefnunni á Bali samið verði um að draga úr losun um 25% til 40% um árið 2020 í iðnríkjum.