Bandaríkin skrifa ekki undir

Umhverfisstefnu Bandaríkjanna mótmælt á Bali.
Umhverfisstefnu Bandaríkjanna mótmælt á Bali. Reuters

Banda­rík­in munu ekki til­kynna nein bind­andi tak­mörk í los­un gróður­húsaloft­teg­unda á lofts­lags­ráðstefn­unni á Bali þrátt fyr­ir auk­inn þrýst­ing frá vest­ræn­um iðnríkj­um um að þau taki for­yst­una í bar­átt­unni gegn gróður­húsa­áhrif­un­um.

Yf­ir­maður lofts­lags­mála hjá Banda­ríkja­stjórn, Har­l­an Wat­son til­kynnti í dag að Bali væri ekki staður­inn til að ræða um bind­andi mark­mið á skerðingu los­un­ar. „Við erum ekki til­bún­ir til þess að gera það hér,” sagði Wat­son.

Í síðustu viku út­skýrði Wat­son hvaða leiðir Banda­rík­in hyggj­ast fara til að draga úr los­un kolt­ví­sýr­ings með tækni­fram­förum, op­in­ber­um styrkj­um og efna­hags­leg­um um­bót­um.

Vís­inda­menn telja að minnka þurfi los­un um helm­ing fyr­ir árið 2050 til að koma í veg fyr­ir að hlýn­un jarðar fari yfir hættu­mörk sem gætu leitt til auk­inna þurrka, flóða og óveðurs sem myndu koma við lífs­skil­yrði tugi millj­óna manna.

Frétta­skýrend­ur segja að vest­ræn ríki hafi von­ast til að Banda­rík­in yrðu meðal þeirra þjóða sem myndu und­ir­rita nýtt ákvæði sem kæmi í stað Kyoto-ákvæðis­ins í lofts­lags­samn­ingn­um. Reiknað er með að nú á ráðstefn­unni á Bali samið verði um að draga úr los­un um 25% til 40% um árið 2020 í iðnríkj­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert