Eyðing myndbanda rannsökuð

Banda­ríska dóms­málaráðuneytið og innra eft­ir­lit banda­rísku leyniþjón­ust­unn­ar CIA til­kynntu í dag að fram muni fara sam­eig­in­leg rann­sókn þess­ara tveggja stofn­ana á staðhæf­ing­um þess efn­is að óeðli­lega hafi verið staðið að eyðingu mynd­banda sem tek­in voru við yf­ir­heyrsl­ur yfir tveim­ur grunuðum hryðju­verka­mönn­um.

Ákvörðun um það hvort ít­ar­legri rann­sókn máls­ins fari fram verður síðan tek­in á grund­velli þeirra upp­lýs­inga sem fram koma við frum­rann­sókn­ina. 

„Ég fagna þess­ari rann­sókn og heiti fullri sam­vinnu CIA," seg­ir í yf­ir­lýs­ingu Mike Hayd­en, yf­ir­manns CIA um málið. „Ég lít á þetta sem tæki­færi til að ræða op­in­ber­lega þær spurn­ing­ar sem vaknað hafa í tengsl­um við eyðingu mynd­banda frá ár­inu 2005."

Hayd­en sagði á fimmtu­dag að mynd­bönd­un­um hafi verð eytt þar sem ótt­ast hafði verið að þau stofnuðu ör­yggi þeirra starf­manna stofn­un­ar­inn­ar sem yf­ir­heyrðu menn­ina í hættu. Þá staðfesti hann að harka­leg­um aðferðum hefði verið beitt við yf­ir­heyrsl­urn­ar en sagði þær hafa fallið und­ir aðgerðir sem Geor­ge W. Bush hafi heim­ilað sér­stak­lega vergna bar­átt­unn­ar gegn hryðju­verk­um.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert