Eyðing myndbanda rannsökuð

Bandaríska dómsmálaráðuneytið og innra eftirlit bandarísku leyniþjónustunnar CIA tilkynntu í dag að fram muni fara sameiginleg rannsókn þessara tveggja stofnana á staðhæfingum þess efnis að óeðlilega hafi verið staðið að eyðingu myndbanda sem tekin voru við yfirheyrslur yfir tveimur grunuðum hryðjuverkamönnum.

Ákvörðun um það hvort ítarlegri rannsókn málsins fari fram verður síðan tekin á grundvelli þeirra upplýsinga sem fram koma við frumrannsóknina. 

„Ég fagna þessari rannsókn og heiti fullri samvinnu CIA," segir í yfirlýsingu Mike Hayden, yfirmanns CIA um málið. „Ég lít á þetta sem tækifæri til að ræða opinberlega þær spurningar sem vaknað hafa í tengslum við eyðingu myndbanda frá árinu 2005."

Hayden sagði á fimmtudag að myndböndunum hafi verð eytt þar sem óttast hafði verið að þau stofnuðu öryggi þeirra starfmanna stofnunarinnar sem yfirheyrðu mennina í hættu. Þá staðfesti hann að harkalegum aðferðum hefði verið beitt við yfirheyrslurnar en sagði þær hafa fallið undir aðgerðir sem George W. Bush hafi heimilað sérstaklega vergna baráttunnar gegn hryðjuverkum.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert