Hart barist um Musa Qala í Afganistan

Héraðsstjóri Parwar-héraðs í Afganistan skoðar vopn sem gerð hafa verið …
Héraðsstjóri Parwar-héraðs í Afganistan skoðar vopn sem gerð hafa verið upptæk í héraðinu.

Harðir bardagar standa yfir á milli fjölþjóðahersins og stjórnarhersins í Afganistan annars vegar og talibana sem hafa borgina Musa Qala í suðurhluta landsins á valdi sínu, hins vegar. Talsmaður breska hersins segir fjölþjóðaliðið vera í hægfara en öruggri sókn. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

 Talsmenn talbana sega að nokkur ökutæki fjölþjóðaliðsins hafi verið eyðilögð í átökunum en fjölþjóðaliðið segir ekkert mannfall hafa orðið í liðinu eða afganska stjórnarhernum. Talibanar segjast hafa um 2.000 vopnaða menn í Musa Qala sem er stærsta borg landsins sem talibanar hafa á valdi sínu. Talibanar náðu borginni á sitt vald í febrúar á þessu ári og er hún síðan sögð vera ein helsta miðstöð fíkniefnaviðskipta í landinu
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert