Brown í óvænta heimsókn til Íraks

Gordon Brown.
Gordon Brown. Reuters

Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, kom í kvöld í óvænta heimsókn til Basra í suðurhluta Íraks. Hann ávarpaði breska hermenn og staðfesti, að Bretar áforma að afhenda Írökum stjórn öryggismála í Basrahéraði á næstu dögum. 

Breskir hermenn munum áfram vera í Basra til að þjálfa íraska hermenn og styðja við aðgerðir. 

Brown dvaldi í bresku herstöðinni á Basraflugvelli í klukkutíma og fjöldi hermanna hlýddi á ávarp hans og fagnaði mjög þegar forsætisráðherrann hrósaði þeim fyrir vel unnin störf. 

Nú eru um 4500 breskir hermenn í Írak en þeim verður fækkað í 2500 í vor. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert