Hús hrundi á Spáni

Tveir létust er íbúðarhús hrundi í gamla hluta Santander á Spáni. Tveir létust hið minnsta. Björgunarlið fann lík sjötugrar konu og sonar hennar í rústunum í morgun og er þriðju manneskjunnar sem talið er að hafi verið í fjögurra hæða húsinu er það hrundi seint í gærkvöldi.

Talið er að leitin geti tekið einn dag til viðbótar. þetta er fjórða húsið sem hrynur í miðbæ Santander á tveimur árum en ákveðið hefur verið að gera húsin í hverfin upp.

Dagblaðið De la Serna segir að fyrstu rannsóknir hafi leitt í ljós að ólögleg viðgerð á næsta húsi gæti hafa ollið hruninu.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert