Foreldrar greiði fyrir mengun barna sinna

Ástralskur sérfræðingur hefur harðlega gagnrýnt aðgerðir yfirvalda í landinu sem miða að því að ýta undir barneignir. Segir hann að nær væri að leggja ævilangan skatt á foreldra sem eignast fleiri en tvö börn vegna þeirrar aukningar í losun gróðurhúsalofttegunda sem börn þeirra munu valda.

Læknirinn Barry Walters, sem er prófessor við King Edward Memorial sjúkrahúsið í Perth, leggur til að foreldrar verði rukkaðir um 4.400 Bandaríkjadollara við fæðingu barnanna og síðan um rúmlega 700 dollara á ári. Þá leggur hann til að fólk sem gengst undir ófrjósemisaðgerðir fái afslátt frá slíkum sköttum.

„Hver fjölskylda sem velur að eiga fleiri en tvö börn ætti að greiða sérstakan losunarskatt sem nýttur verður til gróðursetningar nógu margra trjáa til að vega upp á móti þeirri losun sem hinn nýju einstaklingur mun valda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert