Danskir sérfræðingar hafa gagnrýnt þá nýjung hjálparstofnana að gefa fólki kost á að fjármagna kaup á vatnspumpum, ösnum og geitum í Afríku í nafni vina sinna og ættingja en síðasta árið hafa vinsældir slíkra gjafa aukist mjög. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.
„Ætli menn að aðstoða fólk við að komast út úr fátækt er ekki nóg að gera eitthvað eitt, heldur þarf að gera fleiri hluti á sama tíma þar sem margir samverkandi þættir hafa áhrif á líf fólks,”segir Lars Engberg-Pedersen, verkefnastjóri hjá samtökunum Dansk Institut for Internationale Studier.