Líkur á að loftslagsbreytingar fari yfir hættumörk

Frá skrautsýningu barna í Kuta á Bali á Indónesíu þar …
Frá skrautsýningu barna í Kuta á Bali á Indónesíu þar sem loftslagsráðstefna stendur nú yfir. AP

Töluverðar líkur eru á því að loftslagsbreytingar fari yfir hættumörk, samkvæmt mati virtra breskra og þýskra sérfræðinga, þar sem stjórnmálamenn hafa brugðist allt of seint við vandanum. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Prófessorarnir David King og John Schellnhuber sögðu á loftslagsráðstefnunni á Bali að þeir telji ólíklegt að alþjóðasamfélaginu takist að halda útblæstri gróðurhúsalofttegunda innan þeirra marka sem nauðsynlegt sé til að koma í veg fyrir að hitastig jarðar hækki um meira en tvær gráður.

King segist telja 20% líkur á að hitastigsbreytingin verði meiri en stefnt er að. „Fólk þarf að spyrja sig að því hvort það myndi fara um borð í flugvél segði flugmaðurinn að 80% líkur væru á því að hún ætti eftir að lenda heilu og höldnu,” segir hann. „Ég efast um að þið mynduð fara um borð".     

Samkvæmt upplýsingum BBC er það útbreidd skoðun meðal virtra vísindamanna að litlar líkur séu á að hægt verði að koma í veg fyrir að hitastig hækki um meira en umræddar tvær gráður. Fátítt er hins vegar að þeir lýsi þeirri skoðun sinni opinberlega þar sem þeir óttast að verða sakaðir um hræðsluáróður.

 Vísindamenn hafa varað við því að hækki hitastig jarðar um meira en umræddar tvær gráður geti það m.a leitt til vatns og færðuskorts.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert