Mikil spenna á Balí

Umhverfissinnar mótmæla í hefðbundnum klæðum á ráðstefnunni í Balí.
Umhverfissinnar mótmæla í hefðbundnum klæðum á ráðstefnunni í Balí. STRINGER/INDONESIA

Árni Finns­son, formaður Nátt­úru­vernd­ar­sam­taka Íslands, seg­ir að mik­il spenna sé á lofts­lags­ráðstefnu Sam­einuðu þjóðanna á Balí í Indó­nes­íu þar sem fjallað er um grund­völl nýs samn­ings sem á að leysa Kyoto-sátt­mál­ann af hólmi.

Seg­ir Árni að einkum sé tek­ist á um hvort nefna megi það mark­mið, að hlýn­un loft­hjúps jarðar verði ekki meiri en 2 gráður um­fram það sem var í upp­hafi iðnbylt­ing­ar. Það fel­ur í sér að iðnríki dragi úr los­un gróður­húsalof­teg­unda um 25-40% fyr­ir árið 2020.

Árni seg­ir, að um­hverf­is­vernd­ar­sam­tök vilji sjá skýr­ari skír­skot­un til þess­ara mark­miða og að þau séu sett inn í meg­in­hluta vænt­an­legs samn­ings en ekki bara í for­mála hans, eins og formaður ráðstefn­unn­ar lagði til um helg­ina. Yf­ir­lýs­ing hans hafi þó lofað góðu.

Árni seg­ir þjóðirn­ar vera ósam­mála í þess­um efn­um og sam­kvæmt frétt­um hafi Ástr­alir og Kan­ada­menn lagst gegn því að setja þessi mark­mið fram. Banda­ríkja­menn hafi ekki sagt mikið enn. 

„ESB, Nor­eg­ur og Ísland leggja hins veg­ar mikla áherslu á 2°C mark­miðið og 20-40% sam­drátt fyr­ir 2020, og að þró­un­ar­ríki fái aðstoð við að aðlag­ast lofts­lags­breyt­ing­um.“ seg­ir Árni.

Árni seg­ir að mörg þró­un­ar­ríki taki und­ir þetta og það sé lyk­il­atriði að iðnríki sýni að þau séu fær um að draga úr los­un til að sann­færa þró­un­ar­ríki um að gera hið sama.  Hann seg­ir nán­ast alla nema Banda­rík­in viður­kenna að til þess að þró­un­ar­rík­in geti lagt sitt af mörk­um þurfi þau aðstoð, bæði tækni­lega og fjár­hags­lega.

„Til að sann­færa þró­un­ar­rík­in um að iðnrík­in séu heil í af­stöðu sinni skipt­ir miklu máli að hin síðar nefndu gangi á und­an með góðu for­dæmi. Að öðrum kosti munu þró­un­ar­ríki ekki samþykkja að taka á sig dýr­ar aðgerðir vegna lofts­lags­breyt­inga.“

Árni seg­ir að á blaðamanna­fundi í dag hafi John Kerry, öld­unga­deild­arþingmaður og demó­krati, lagt áherslu á að straum­ur­inn þyng­ist nú í Washingt­on og Banda­ríkj­un­um öll­um í átt að rót­tæk­um og raun­hæf­um aðgerðum til að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda þar í landi.

Mark­mið ráðstefn­unn­ar sem er hald­in nú á Balí er að koma í veg fyr­ir hættu­lega rösk­un á lofts­lags­kerfi jarðar.  Á föstu­dag má bú­ast við loka­yf­ir­lýs­ingu ráðstefn­unn­ar og seg­ir Árni, að þeim mun skýr­ari sem sú yf­ir­lýs­ing verði, þeim mun auðveld­ari verði eft­ir­leik­ur­inn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert